Við byggjum frá grunni, breytum, og bætum um betur

Þjónusta

Húsasmíði og verkumsjón

Við leysum verkefnin frá upphafi til enda, hvort sem það er bygging íbúðar- eða atvinnuhúsnæðis eða smíði innréttinga, svo dæmi séu nefnd.

Innréttingar

HBH hefur um árabil sérsmíðað innréttingar fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. HBH Byggir ehf. byggir orðspor sitt á metnaði, framúrskarandi framleiðslu og fagmennsku starfsmanna sinna sem saman leita bestu fáanlegu lausna á hverju verki fyrir sig.

Endurnýjun

Úrvals starfsfólk, afar fullkomið trésmíðaverkstæði og öflugur tækjakostur gerir okkur kleift að takast á við fjölbreytt verkefni hvort sem það er endurnýjun á húsnæði eða nýsmíði.

Um okkur

HBH Byggir ehf. sérhæfir sig í heildarlausnum á sviði byggingaframkvæmda, hvort heldur er fyrir fyrirtæki, stofnanir eða einstaklinga. Þar á meðal má nefna nýbyggingar, framkvæmdir innanhúss, lóðaframkvæmdir og allar tegundir innréttinga.

Helstu viðskiptavinir HBH Byggis ehf. eru fyrirtæki í hótelrekstri, hátækniiðnaði, bankastarfsemi, verslunarrekstri og útgerð, svo og opinberar stofnanir en einnig einstaklingar sem gera miklar kröfur og vilja hátt þjónustustig. HBH er með verkstæði í Reykjavík og á Akranesi.

Um 40 starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu sem býr yfir afar fullkomnu trésmíðaverkstæði auk þess sem öflugur tækjakostur gerir fyrirtækinu kleift að takast á við fjölbreytt verkefni fyrir breiðan hóp viðskiptavina.

 

Stefna HBH

 

HBH byggir orðspor sitt á metnaði og fagmennsku starfsmanna sinna, hágæða framleiðslu og framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini. Í sameiningu finnum við bestu fáanlegu lausn á hverju verki fyrir viðskiptavini fyrirtækisins.

Almenn markmið
Til að uppfylla framtíðarsýnina hefur HBH Byggir skilgreint eftirfarandi meginmarkmið:

– Að vera faglegir og leiðandi. Byggja á gæðum og sýna gott fordæmi.

– Að framleiða hágæða vöru og veita viðskiptavinum bestu mögulegu þjónustu.

– Að bjóða upp á hæfileikaríka fagmenn.

– Að styðja við starfsmenn okkar og hvetja, þannig að þeir sýni frumkvæði og áræðni, skapi metnaðarfullan, jákvæðan og kröftugan starfsanda og geri hagsmuni HBH að sínum.

– Að halda fullkomnum trúnaði við viðskiptavini og hönnuði sem felst m.a. í virðingu og þagmælsku í tengslum við þau verkefni sem unnin eru.

 

Myndir af verkefnum

Undanfarin ár hefur HBH Byggir ehf. einbeitt sér að heildarlausnum byggingarverkefna, með sérstakri áherslu á fagmennsku og gæði. Meðal helstu verkefna má nefna framleiðsluhúsnæði Marel í Garðabæ, KEA hótelið Sandhótel við Laugaveg 34-36, Hótelið Room with a view við Vegamótastíg 7-9, Canopy hótel og Konsúlat hótel í eigu Icelandair hótela, Hard Rock Café í Lækjargötu, mötuneyti Ölgerðarinnar svo eitthvað sé nefnt. Starfsmenn HBH Byggis ehf. sjá um viðhald og endurnýjun á starfsstöðvum Landsbankans og hafa gert um árabil.

Metnaður fyrirtækisins felst í því að skila af sér afburða vöru, veita góða þjónustu og sýna fagmennsku í hvívetna í samskiptum við viðskiptavini fyrirtækisins.

Hafa samband

Staðsetning

Skógarhlíð 10

105 Reykjavík

Sími og netfang

Sími : 553-3322

Netfang : hbh@hbh.is